 
								 
								 
								 
								
													
								Vörulýsing							
											
					
				Platti með fótsporunum í sandinum á viðarstandi ásamt handgerðum gler krossi með 24k gyllingu.
Texti:
Fótsporinn í sandinum
Hann nokkurn dreymdi draum. Hann dreymdi að hann væri á gangi með Drottni á ókunnri strönd. Atburðir úr lífi hans birtust honum og hann sá lífshlaup sitt sem spor í sandinum. Við hlið fótspora hans voru fótspor Drottins sem fylgdu honum hvert fótmál frá því hann bað hann um að koma inn í líf sitt. Þegar síðasti atburðurinn hvarf honum sjónum leit maðurinn yfir fótsporin. Hann tók eftir því að í hvert sinn sem erfiðleikar höfðu orðið á vegi hans voru aðeins ein fótspor í sandinum. Dapur í bragði spyr hann Drottinn: „Þú sagðir mér eitt sinn þegar ég ákvað að fylgja þér að þú myndir ganga með mér alla leið. Ég skil ekki hvers vegna þú yfirgafst mig þegar ég þurfti mest á þér að halda.“ Drottinn svaraði: „Barnið mitt, ég elska þig og ég yfirgef þig aldrei. Á tímum erfiðleikanna þar sem þú sérð aðeins ein fótspor, þá bar ég þig í örmum mínum.“
													
								Nánari upplýsingar							
											
					
				| Weight | 0.4 kg | 
|---|
Tengdar vörur
Æðruleysisbænin
				
	kr. 3.985
							
		 
	
 
				 
				 
				 
				 
				