MeHandþvottur á ull.ðhöndlun á ull

Þvottaleiðbeiningar

Álafoss Lopi, Bulky Lopi og Létt-Lopi: Þvoið flíkina einungis í höndum í ylvolgu vatni (30°C). Látið flíkina liggja í sápuvatninu í u.þ.b. 10 mínútur, hafið skolvatnið jafnheitt þvottavatninu. Ath. skolið mjög vel, eða þar til vatnið er alveg tært. Nuddið flíkina hvorki né vindið heldur kreistið úr henni vatnið. Að lokum má setja flíkina í þeytivindu í u.þ.b. 1/2 mínútu. Leggið flíkina til þerris og sléttið hana í viðeigandi mál.   Plötulopi: Flíkur úr Plötulopa eru þvegnar eins og flíkur úr Álafoss Lopa, Bulky Lopa eða Létt-Lopa að því undanskildu að í fyrsta þvotti má alls ekki láta flík úr Plötulopa liggja í bleyti. Þvoið flíkina strax með því að kreista hana í þvottavatninu og skolið flíkina strax að loknum þvotti í ylvolgu vatni. Ath. skolið mjög vel, eða þar til vatnið er alveg tært.   Athugið: Oft er nóg að viðra ullarflík vel í stað þess að þvo hana.

Plötulopi

Hægt er að prjóna Plötulopann einfaldan, tvöfaldan eða margfaldan, allt eftir því hversu grófur þráðurinn á að vera. Takið lausa endann úr miðjunni og utan af hverri lopaplötu og vindið þræðina saman upp í hnykil.

Notið Álafoss Lopa og Létt-Lopa í sömu flíkina!

Þar sem tveir þræðir af Létt-Lopa gefa svipaðan grófleika og einn þráður af Álafoss Lopa, er hægt að nota þessar tvær lopategundir í sömu flíkina og auka þannig litaúrvalið úr 62 litum í 99 liti. Auka má enn frekar á fjölbreytnina með því að nota tvo mismunandi liti af Létt-Lopa saman.

Plötulopi eða Álafoss Lopi

Þrátt fyrir að þrefaldur Plötulopi sé að svipuðum grófleika og Álafoss Lopi, þá er algengt að prjónað sé lausar úr honum en Álafoss Lopanum, t.d. með prjónfestunni 12 eða 11 1/2 L í stað 13 L á 10 cm. Ef notaður er þrefaldur Plötulopi í uppskriftir þar sem gefinn er upp Álafoss Lopi er því ráðlegt að fylgja leiðbeiningum um lykkjufjölda ásamt umferðafjölda á axlastykki að einni eða tveim stærðum minni flík en fylgja leiðbeiningum um lengdarmál á bol og ermum að þeirri stærð sem valin er.